Verslun

Steiktur þorskhnakki með volgu Cous-Cous salati

Fyrir 4

250 g  Cous-Cous

250 ml Vatn

2 msk  Sellery

1 msk  Furuhnetur

1/2 stk Rauðlaukur

1/3 stk Græn paprika

1/3 stk  Rauð paprika

6   stk   Konfekt tómatar

50 gr    Ferskt rauðkál

10 stk  Aspas mini

4 stk    Hvitlauksrif

1 stk    Þumall engifer

1 stk   Jalapeno ( Má sleppa ef fólk er ekki fyrir sterkt )

Kóríander,salt og svartur pipar

Olía til steikingar

 

Aðferð:

Setjið cous-cous-ið í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir, hrærið í og setjið filmu yfir og bíðið í c.a 5 mínútur þar til cous- cous-ið hefur dregið í sig allan vökvan og hrærið þá í með gaffli. Skerið hvítlauks rifin, rauðlaukinn og Jalapeno-ið smátt. Raspið engiferið niður. Skrælið utan af selleryinu og skerið smátt. Skerið paprikuna í bita og tómatana í tvennt. Skerið aspasinn niður og rauðkálið í strimla. Þegar undirbúningnum er lokið er panna hituð og byrjað er á að brúna furuhneturnar. Síðan er olíunni bætt á því næst er öllu hráefninu skellt á pönnuna fyrir utan tómatana. Síðan er cous-cousinu bætt út á. og hrært í og að lokum er tómötunum og kórianderinu bætt út á og kryddað til með salti og pipar.

800 gr þorsk hnakkar

Olía, salt og pipar

Aðferð:

Steikið hnakkan heilan í c.a. 4 mínútur á hvorri hlið.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur