Fyrir 4
250 g Cous-Cous
250 ml Vatn
2 msk Sellery
1 msk Furuhnetur
1/2 stk Rauðlaukur
1/3 stk Græn paprika
1/3 stk Rauð paprika
6 stk Konfekt tómatar
50 gr Ferskt rauðkál
10 stk Aspas mini
4 stk Hvitlauksrif
1 stk Þumall engifer
1 stk Jalapeno ( Má sleppa ef fólk er ekki fyrir sterkt )
Kóríander,salt og svartur pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Setjið cous-cous-ið í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir, hrærið í og setjið filmu yfir og bíðið í c.a 5 mínútur þar til cous- cous-ið hefur dregið í sig allan vökvan og hrærið þá í með gaffli. Skerið hvítlauks rifin, rauðlaukinn og Jalapeno-ið smátt. Raspið engiferið niður. Skrælið utan af selleryinu og skerið smátt. Skerið paprikuna í bita og tómatana í tvennt. Skerið aspasinn niður og rauðkálið í strimla. Þegar undirbúningnum er lokið er panna hituð og byrjað er á að brúna furuhneturnar. Síðan er olíunni bætt á því næst er öllu hráefninu skellt á pönnuna fyrir utan tómatana. Síðan er cous-cousinu bætt út á. og hrært í og að lokum er tómötunum og kórianderinu bætt út á og kryddað til með salti og pipar.
800 gr þorsk hnakkar
Olía, salt og pipar
Aðferð:
Steikið hnakkan heilan í c.a. 4 mínútur á hvorri hlið.