Verslun

Steiktur lax með selleryrótar salati og paprikusósu

Fyrir 4

 

Selleryrótar salat

 

1stk  Selleryrót

1stk Rauðlaukur

1 msk Grófkornað sinnep

1 lítil dós 18% sýrður rjómi

1 stk Sítróna

Salt og pipar

 

Aðferð:

Skerið utan af selleryrótinni og snyrtið. Raspið hana niður í grófu rifjárni. Takið utan af lauknum og skerið í fínar sneiðar. Blandið þessu saman í skál. Raspið fínt utan af sítrónuni smá börk en gætið þess að fara ekki niður í þetta hvíta því það getur verið mjög ramt. Bætið restinni af hráefninu út í og kryddið til með salti og pipar.

 

 

Papriku og tómat dressing

 

1 stk Rauð paprika

1 stk Rauðlaukur

1 msk Balsamic edik

1 1/2 dl Extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio

Salt og pipar úr kvörn

 

Aðferð:

Afhýðið paprikuna í ofni við c.a. 200 °c, gott er að hafa grill eða yfirhita á. Takið hana út úr ofninum og leyfið hennin að kólna aðeins og þá er hægt að fletta húðinni af og skera í litla teninga. Takið kjarnann úr tómatinum og skerið í litla teninga og blandið saman við paprikuna og blandið restinni af hráefninu út í og kryddið til með salti og pipar úr kvörn.

 

1 kg laxaflak

olía til steikingar

Salt og pipar

 

Aðferð:

Snyrtið laxaflakið, beinhreinsið og skerið í hæfilega stóra bita. Steikið á pönnu í c.a. 2-3 mínútur á hvorri hlið. kryddið með salti og pipar úr kvörn.

Mjög gott er að afhreystra laxinn en það þarf að gerast þegar hann er heill. Þá steikir maður hann bara á roð hliðinni og verður roðið mjög stökkt og gott.

 Gott er að bera fram hrísgrjón með þessum rétti

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur