Fyrir 4
Selleryrótar salat
1stk Selleryrót
1stk Rauðlaukur
1 msk Grófkornað sinnep
1 lítil dós 18% sýrður rjómi
1 stk Sítróna
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið utan af selleryrótinni og snyrtið. Raspið hana niður í grófu rifjárni. Takið utan af lauknum og skerið í fínar sneiðar. Blandið þessu saman í skál. Raspið fínt utan af sítrónuni smá börk en gætið þess að fara ekki niður í þetta hvíta því það getur verið mjög ramt. Bætið restinni af hráefninu út í og kryddið til með salti og pipar.
Papriku og tómat dressing
1 stk Rauð paprika
1 stk Rauðlaukur
1 msk Balsamic edik
1 1/2 dl Extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Afhýðið paprikuna í ofni við c.a. 200 °c, gott er að hafa grill eða yfirhita á. Takið hana út úr ofninum og leyfið hennin að kólna aðeins og þá er hægt að fletta húðinni af og skera í litla teninga. Takið kjarnann úr tómatinum og skerið í litla teninga og blandið saman við paprikuna og blandið restinni af hráefninu út í og kryddið til með salti og pipar úr kvörn.
1 kg laxaflak
olía til steikingar
Salt og pipar
Aðferð:
Snyrtið laxaflakið, beinhreinsið og skerið í hæfilega stóra bita. Steikið á pönnu í c.a. 2-3 mínútur á hvorri hlið. kryddið með salti og pipar úr kvörn.
Mjög gott er að afhreystra laxinn en það þarf að gerast þegar hann er heill. Þá steikir maður hann bara á roð hliðinni og verður roðið mjög stökkt og gott.