Verslun

Steikt smálúða með tómatsalsa

Steikt smálúða með agúrku og tómat salsa

Agúrku og tómat salsa

1/2  stk Agúrka
4     stk  Plómu tómatar
1/2  stk  Rauðlaukur
1/4  stk  Græn paprika
1/4  stk  Rauð paprika
1/2   stk Sítróna
1      stk Lime
1/2   stk Rautt lime
1      dl    Extra virgin ólífu olía (Filippo Berio)
Steinselja
Salt og svartur pipar

Aðferð:
Skerið agúrkuna í tvennt langsum, takið fræin úr og skerið í litla teninga. Skerið tómatana, paprikurnar og laukinn mjög smátt og setjið í skál ásamt agúrkunni. saxið steinsejuna. Kreistið safann úr sítrus ávöxtunum og bætið út í ásamt ólífu olíunni og steinseljunni. kryddið til með salti og pipar. Gott er að gera þetta vel áður til að bragðið blandist vel saman.

Kryddlögur fyrir lúðu

1  búnt Mynta
1  búnt Kóriander
4  dl     Ólífu olía

Aðferð:
Kryddjurtirnar eru saxaðar fínt og settar út í olíuna.
Lúðan er látin liggja í leginum í c.a. klukkustund.

Steikt í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Fer mikið eftir þykkt stykkisins

Gott er að hafa kartöflur með þessum rétti