Verslun

Steikt smálúða með gulrótum og kartöflusalati

Nú eru íslensku gulræturnar byrjaðar að koma í búðir og um að gera að að nota þær nýjar og ferskar í matargerðina.

Fyrir 4

 

Olía til að steikja smálúðuna í.

4 stk       Chili

2 þumlar Engiferrót

1 stk       Mini lime
0,5 L       Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Aðferð:
Gerið gat á chiliinn með hníf og sjóðið í c.a. 10 mínutur og setjið síðan í krukku. Skerið engiferið gróft niður og setjið líka í krukkuna. Stingið gat á lime-ið og setjið líka í krukkuna. Hellið olíunni yfir og látið vera í nokkra daga.
Steikta lúðan
 1 kg lúða
Olían, salt og pipar
Aðferð:
Roðflettið lúðuna og skerið í hæfilega bita. Hitið pönnu og setjið olíuna á steikið lúðuna í c.a. 3-5 mínútur á hvorri hlið.
Gulrætur í appelsínu og estragon
300 gr  Gulrætur nýjar íslenskar
4  stk    Estragon greinar
200 ml  Trópi
muskat, salt og pipar
Aðferð:
Flysjið gulræturnar og skerið langsum í sneiðar. Setjið í pott með Trópí-inu, estragon greinunum, smá muskati, salti og pipar. Látið sjóða í c.a. 5 mínútur en alls ekki of lengi því það er best að hafa þær aðeins stökkar.
Kartöflusalat
500 gr kartöflur
1    stk Rauðlaukur
10 stk  Kirsuberja tómatar
2  msk Hindberja edik frá Ducros
2     dl  Extra Virgin Ólífuolía frá  Filippo Berio
Salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar. Skerið kartöflurnar í sneiðar þegar þær eru volgar með híði ef það er fallegt. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og tómatana í tvennt og setjið út í skálina hjá kartöflunum og setjið restina af hráefninu út í. Gott er að láta þetta salat standa það verður bara betra.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur