Verslun

Steikt smálúða með gulrótum og kartöflusalati

Nú eru íslensku gulræturnar byrjaðar að koma í búðir og um að gera að að nota þær nýjar og ferskar í matargerðina.

Fyrir 4

 

Olía til að steikja smálúðuna í.

4 stk       Chili

2 þumlar Engiferrót

1 stk       Mini lime
0,5 L       Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Aðferð:
Gerið gat á chiliinn með hníf og sjóðið í c.a. 10 mínutur og setjið síðan í krukku. Skerið engiferið gróft niður og setjið líka í krukkuna. Stingið gat á lime-ið og setjið líka í krukkuna. Hellið olíunni yfir og látið vera í nokkra daga.
Steikta lúðan
 1 kg lúða
Olían, salt og pipar
Aðferð:
Roðflettið lúðuna og skerið í hæfilega bita. Hitið pönnu og setjið olíuna á steikið lúðuna í c.a. 3-5 mínútur á hvorri hlið.
Gulrætur í appelsínu og estragon
300 gr  Gulrætur nýjar íslenskar
4  stk    Estragon greinar
200 ml  Trópi
muskat, salt og pipar
Aðferð:
Flysjið gulræturnar og skerið langsum í sneiðar. Setjið í pott með Trópí-inu, estragon greinunum, smá muskati, salti og pipar. Látið sjóða í c.a. 5 mínútur en alls ekki of lengi því það er best að hafa þær aðeins stökkar.
Kartöflusalat
500 gr kartöflur
1    stk Rauðlaukur
10 stk  Kirsuberja tómatar
2  msk Hindberja edik frá Ducros
2     dl  Extra Virgin Ólífuolía frá  Filippo Berio
Salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar. Skerið kartöflurnar í sneiðar þegar þær eru volgar með híði ef það er fallegt. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og tómatana í tvennt og setjið út í skálina hjá kartöflunum og setjið restina af hráefninu út í. Gott er að láta þetta salat standa það verður bara betra.