Fyrir 4
Kartöflusalat
600 gr Nýjar íslenskar ágætis kartöflur
1/2 stk Broccoli haus
1/4 stk Rauð paprika
1/2 stk Rauðlaukur
2 msk Estragon Edik frá ducros
200 ml Extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio
Salt og pipar úr kvörn
Mæli eindregið með salt og pipar millunum frá McCormic
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar með hýðinu. Sjóðið broccolíið örlítið (fínt að setja það út í í lokin hjá kartöflunum).
Skerið kartöflurnar og broccolíið í sneiðar og setjið í skál og hellið edikinu og olíunni yfir. Skerið paprikuna fínt og blandið saman við.
Saltið og piprið.
Agúrku salat
1 stk Agúrka
1 stk ruccola salat (c.a. 1/2 lúka)
1 msk valhnetur
1 msk edik frá ducros
1 msk Extra virgin ólífu olía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Rífið agúrkuna niður í rifjárni. Skerið ruccola salatið. Saxið hneturnar. Blandið öllu saman og setjið edikið og olíuna útá og kryddið til með salti og pipar.
Bleikja
900 gr Bleikjuflök snyrt
Sesam fræ
Salt og pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Skerið bleikjuflökin í hæfilega stóra bita og veltið upp úr sesam fræunum. Hitið pönnu og setjið olíuna á.
Setjið bleikjuna á þegar pannan hefur hitnað. Steikið á hvorri hlið í c.a. 1,5 til 2 mínútur. Kryddið með salti og pipar.
Graslaukssósa
1 dós Sýrður rjómi 10% feitur
graslaukur
1/2 stk lime
salt og pipar
Aðferð:
Setjið sýrða rjóman í skál og kreistið safan úr lime-inu út í. Skerið graslaukinn niður og setjið út í. kryddið til með salti og pipar.