Verslun

Smálúða með mascarpone og kryddjurtum

Fyrir 4
Mascarpone blanda
250 gr Mascarpone
110 gr Rjómaostur með svörtum pipar
Graslaukur
Ruccola salat
Salt
Aðferð:
Skerið kryddjurtirnar niður. Hrærið Mascarpone og rjómaostinum saman og blandið kryddjurtunum útí. Kryddið til með smá salti.
900 gr Smálúðuflök roð og beinlaus
olía
Aðferð:
Skerið smálúðuna í hæfilega stóra bita. Setjið Mascarpone blönduna ofan á lúðubitana. Setjið olíu á heita pönnu. Setjið Lúðubitana á pönnuna og helst lok yfir. Nú bráðnar Mascarpone blandan og kryddjurtirnar verða eftir á lúðuni og æðisleg sósa myndast á pönnunni.
Þetta tekur 5-6 mínútur og svo er í lagi að hvíla þetta á pönnunni í c.a. 4 mínútur.
Salat
1 poki   Alabama mix frá Holt og Gott
1 box    Kirsuberja tómatar
Salat dressing:
1 msk  McCain frosið appelsínu þykkni
2 tsk    Sesam olía
1 tsk    Hindberja edik frá ducros
1 tsk    Soya sósa
1 tsk    Hunang
1dl       Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar
Aðferð:
Takið þiðið appelsínu þykkni og setjið í skál. Bætið öllu hinu hráefninu út í nema ólífu olíunni og hrærið. Bætið síðan ólífu olíunni út í í mjórri bunu. kryddið til með salti og pipar.
Gott er að hafa soðnar kartöflur með þessum rétti.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur