Verslun

Smálúða með mangó salati og steiktu káli

Fyrir 4
1 kg smálúðuflök
Sítrónubasil (má nota sítrónu melissu og basil saman í staðinn)
Fáfnisgras
Filippo Berio olía
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kryddið niður og hellið olíunni yfir. Skerið lúðuna í hæfilega bita og leggið í löginn. Steikið í ca. 3-5 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Þessi uppskrift er mjög góð til að ofnbaka lúðuna.
Mangó salat
1  stk   mangó
5  stk   íslenskir Konfekt tómatar
1 búnt  Rucola salat íslensk
1/2 pakki kóríander blöð
1  stk   Fennel
2    dl   Trópí
1/2 dl   Extra virgin ólífuolíu frá Filippo Berio
Salt úr kvörn
Aðferð:
Skerið fennelið í fínar ræmur og sjóðið þar til al dente í Trópí og kælið. Afhýðið mangó-ið og skerið fínt. Takið kjarnan úr tómötunum og skerið fínt. Skerið Rucola salatið og Kóríaner-ið aðeins. Blandið öllu saman og setjið ólífuolíuna út á og kryddið til með salti.
Steikt grænmeti
1/3   stk Kínakálshöfuð
1/2   stk Rauð paprika
1/3   stk Gult Zúkini
1/3   stk Blaðlaukur hvíti hlutinn
1/2   stk Rauðlaukur
olía til steikingar
Salt og svartur pipar
Aðferð:
Skerið grænmetið gróft niður í sneiðar. og steikið á pönnu við háan hita í stuttan tíma.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur