Fyrir 4
1 kg smálúðuflök
Sítrónubasil (má nota sítrónu melissu og basil saman í staðinn)
Fáfnisgras
Filippo Berio olía
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kryddið niður og hellið olíunni yfir. Skerið lúðuna í hæfilega bita og leggið í löginn. Steikið í ca. 3-5 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Þessi uppskrift er mjög góð til að ofnbaka lúðuna.
Mangó salat
1 stk mangó
5 stk íslenskir Konfekt tómatar
1 búnt Rucola salat íslensk
1/2 pakki kóríander blöð
1 stk Fennel
2 dl Trópí
1/2 dl Extra virgin ólífuolíu frá Filippo Berio
Salt úr kvörn
Aðferð:
Skerið fennelið í fínar ræmur og sjóðið þar til al dente í Trópí og kælið. Afhýðið mangó-ið og skerið fínt. Takið kjarnan úr tómötunum og skerið fínt. Skerið Rucola salatið og Kóríaner-ið aðeins. Blandið öllu saman og setjið ólífuolíuna út á og kryddið til með salti.
Steikt grænmeti
1/3 stk Kínakálshöfuð
1/2 stk Rauð paprika
1/3 stk Gult Zúkini
1/3 stk Blaðlaukur hvíti hlutinn
1/2 stk Rauðlaukur
olía til steikingar
Salt og svartur pipar
Aðferð:
Skerið grænmetið gróft niður í sneiðar. og steikið á pönnu við háan hita í stuttan tíma.