Verslun

Skötuselur með papriku mauki

Fyrir 4
Paprikumauk
2     stk  Rauðar paprikur
2     stk  Grænar paprikur
2     stk  Rauðlaukur
4     stk  Hvítlauksgeirar
Mynta
Sítrónu melissa
Brauðraspur litlaus frá Kötlu
Salt og pipar
Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Aðferð:
Skerið paprikuna og takið stilkinn og fræin úr og skerið í bita. Takið hýðið af lauknum og skerið í bita. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Saxið kryddjurtirnar niður. Steikið þetta á pönnu við milli hita í c.a. 10-15 mínútur, það má einnig baka þetta í ofni við c.a. 180°c í sama tíma.
Þegar búið er að steikja þá er allt sett í matvinnsluvél og maukað. Ef að maukið er of þunnt þá er gott að setja smá brauðrasp út í til að þykkja.
Krydda til með salti og pipar.
Sykurbaunir
Handfylli af sykurbaunum
olía til steikingar
salt og pipar
Aðferð:
Steikið létt á pönnu. Alls ekki of mikið c.a. 3-4 mínútur.
Skötuselur
1 kg roð og beinlaus skötuselur
Olía til steikingar
salt og pipar
Aðferð:
Mjög gott er ef fille-in af skötuselnum eru heil og steikja hann þannig því þá verður hann safameiri.
Steikið skötuselinn í 3-5 mínútur ef hann er skorinn niður í steikur en gætið þess að ef að fille-in eru heil þá þarf hann lengri tíma.
Skemmtilegt að vera með Tilda Basmati og Wild Rice með þessum rétti