Verslun

Skötuselur með chili og sítrónugrasi með sætum kartöflum

Fyrir 4

1kg skötuselur

Marinering fyrir skötusel

3 tsk.  Chili mauk frá Thai choice
3 tsk.  Sítrónugrasmauk frá Thai choise
olía
Látið liggja yfir nótt.
Hreinsið himnuna af skötuselnum og látið í marineringuna.
Sætar kartöflur og sellery
1 stk     sæt kartafla
1/2 stk  selleryrót
3 stk     gulrætur (hellst íslenskar)
1 stk     hvítlauksrif
Extra virgin ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Afhýðið sætu kartöfluna, selleryrótina, gulræturnar og hvítlaukin.
Skerið allt í litla teninga. Látið ólífu olíuna í djúpa pönnu og eldið þar til allt er mjúkt.
Kryddið til með salti og pipar úr kvörn.
Grænmetis salat
1 stilkur sellery
5 stk      Kirsuberja tómatar
1/4  stk  Gul paprika
1/4  stk  Græn paprika
1/4 stk   Rauðlaukur
2 dl       Extra virgin ólífu olía
1 msk    Estragon edik
Ferskt sítrónu basil
Fersk blað steinselja
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið allt gænmetið á ská mjög þunnt þannig að ílangar ræmur mindist.
Skerið kryddjurtirnar gróft og setjið edikið og olíuna út í og kryddið til með salti og svörtum pipar úr kvörn.