Verslun

Saltfiskur með blöðrukáli og blaðlauk í rjómasósu

Fyrir 4

Saltfiskur

2    flök   Saltfiskur
1/2 haus Blöðrukál
1    stk    Hvítlauksrif
1/2 stk    Blaðlaukur
1/2 l        Rjómi
Ferskt fáfnisgras
Steinselja
Salt og pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Snyrtið og skerið blaðlaukinn, hvítlaukinn og blöðrukálið. Setjið olíu á djúpa pönnu eða pott. Svitið laukinn og blöðrukálið.
Takið roðið af saltfiskinum, bein hreinsið hann og skerið í bita. Setjið saltfiskinn út á pönnuna og hellið rjómanum yfir. Setjið því næst fáfnisgrasið út í og kryddið til með salti og pipar. Saxið steinseljuna og stráið yfir í lokin.
 Kartöflur
800 gr nýjar íslenskar kartöflur
Extra virgin ólífu olía
70 gr Smjör
Wasabi eftir smekk
Salt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar vel með hýði. Setjið kartöflurnar í skál og hrærið í með gaffli þar til þær losna í sundur. Setjið þá smjörið út í og ólífu olíuna.
Setjið næst Wasabi-ið út í og kryddið til með salti og pipar. Saxið kóríander og hrærið út í í lokin.
 Salat
1 haus grand salat
1    stk gulrót
1/4 stk rauð paprika
1/4 stk græn paprika
6    stk sveppir
1 msk Sítrónu edik
2 msk  Extra virgin ólífu olía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið salatið niður. Rífið gulrótina í rifjárni. Skerið paprikurnar fínt. Skerið sveppina í sneiðar og snöggsteikið á pönnu.
Blandið öllu saman, setjið edikið og olíuna út á. Kryddið til með salti og pipar og blandið vel.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur