Fyrir 4
Saltfiskur
2 flök Saltfiskur
1/2 haus Blöðrukál
1 stk Hvítlauksrif
1/2 stk Blaðlaukur
1/2 l Rjómi
Ferskt fáfnisgras
Steinselja
Salt og pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Snyrtið og skerið blaðlaukinn, hvítlaukinn og blöðrukálið. Setjið olíu á djúpa pönnu eða pott. Svitið laukinn og blöðrukálið.
Takið roðið af saltfiskinum, bein hreinsið hann og skerið í bita. Setjið saltfiskinn út á pönnuna og hellið rjómanum yfir. Setjið því næst fáfnisgrasið út í og kryddið til með salti og pipar. Saxið steinseljuna og stráið yfir í lokin.
Kartöflur
800 gr nýjar íslenskar kartöflur
Extra virgin ólífu olía
70 gr Smjör
Wasabi eftir smekk
Salt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar vel með hýði. Setjið kartöflurnar í skál og hrærið í með gaffli þar til þær losna í sundur. Setjið þá smjörið út í og ólífu olíuna.
Setjið næst Wasabi-ið út í og kryddið til með salti og pipar. Saxið kóríander og hrærið út í í lokin.
Salat
1 haus grand salat
1 stk gulrót
1/4 stk rauð paprika
1/4 stk græn paprika
6 stk sveppir
1 msk Sítrónu edik
2 msk Extra virgin ólífu olía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið salatið niður. Rífið gulrótina í rifjárni. Skerið paprikurnar fínt. Skerið sveppina í sneiðar og snöggsteikið á pönnu.
Blandið öllu saman, setjið edikið og olíuna út á. Kryddið til með salti og pipar og blandið vel.