Fyrir 4
Volgt kartöflusalat
500 gr Forsoðnar kartöflur
1 stk Lúka af spínati
1 stk Búnt blaðsteinselja
6 stk Vorlaukar
Salt og pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Snyrtið vorlaukinn og takið stilkinn af spínatinu. Takið blöðin af steinseljunni.
Skerið vorlaukinn niður í litla bita. Hitið pönnu og setjið olíu á. Steikið kartöflurnar í c.a. 3 mínútur og bátið þá vorlauknum út á og steikið áfram. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þá er spínatinu og steinseljunni bætt út í og kryddað til með salti og pipar.
Saltfiskur
1 kg Roð og beinlaus saltfiskur
3 stk Hvítlauksrif
1/2stk Rauð paprika
1/2stk Græn paprika
8 stk Dverg/mini tómatar
1 stk Hunt´s tómat sósa í dós
14 stk Fersk basil blöð
Olía til steikingar
Salt og pipar
Aðferð:
Hvítlaukurinn skrældur og skorinn í sneiðar. Paprikan hreinsuð og skorin, svolítið gróft.
Tómatarnir skornir í 4 parta. Salfiskurinn skorinn í hæfilega bita.
Svitið hvítlaukinn, paprikuna og tómatana í olíu í djúpri pönnu eða potti og kryddið.
Setjið því næst tómatsósuna útí og saltfiskbitana ofan á og að lokum basilblöðin útí og látið malla í c.a. 10 mínútur.
Gætið þess að saltfiskurinn sé vel útvatnaður fyrir þennan rétt.