Verslun

Rauðspretturúllur með rjómaostafyllingu

6 flök rauðspetta
12 stk Ferskur mini aspas
Það má nota aspas úr dós

Roðflettið og snyrtið flökin. Skerið í tvennt, langsum.

Osta fylling

3 dollur Hreinn rjómaostur (100 gr box)
1 stk. Hvítlauksrif
steinselja
Estragon (fáfnisgras)
Graslaukur
1dl Parmesan rifinn

Aðferð:
Skerið kryddjurtirnar og hvítlaukinn smátt. Blandið öllu saman.

Skerið aftan af aspasinum því hann getur verið trénaður og síðan í tvennt.
Leggið flakið niður með þykkari partinn að þér, setjið smá skammt af ostafyllingunni og síðan 2 bita af aspas. Rúllið upp.
Setjið smá vatn í djúpa pönnu eða pott og leggið rúllurnar í saltið og piprið. eldið i c.a. 6-10 mínútur fer eftir stærðinni á fiskinum.

Það er mjög gott að ofnbaka þennan rétt og nota þá bara sömu tímamörk.

Rauðkál

1/4 stk. Rauðkálshaus
10 stk. Cherry tómatar
20 gr Smjör
Extra virgin ólífu olía
Salt og pipar

Aðferð:
Takið kjarnan úr rauðkálinu og skerið í fína strimla. Skerið tómatana í tvennt.
Hitið pönnu og setjið olíuna og smjörið á. Setjið rauðkálið fyrst á og steikið í c.a. 3 mínútur og setjið síðan tómatana alveg í restina og velgið aðeins. Kryddið til með salti og pipar.

Gott er að bera soðnar kartöflur fram með þessum rétti eða hrísgrjón

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur