Purusteik
Svínasíða reiknið 300-350 gr af kjöti á mann með beini.
Eldunar leiðbiningar miðast við c.a. 2,5 kílóa stykki.
Gróft salt, pipar
Gætið þess að puran sé vel skorin
Aðferð:
Setjið vatn í ofnskúffu og setjið puruna niður í vatnið ( á hvolf) saltið aðeins og piprið. Stingið kjötinu inn í 180-200°c heitan ofn og eldið svona í c.a 30-40 mínútur.
Takið nú kjötið út úr ofninum og hellið vatninu af. Búið til litla púða úr álpappír, takið kjötið af bakkanum, setjið álpappírinn á ofnskúffuna og kjötið síðan ofan á álpappírinn með puruna upp og reynið að glenna puruna. Takið næst haug af grófu salti og makið í puruna og nuddið inn á milli raufanna ásamt smá af pipar og setjið síðan aftur inn í ofninn á c.a. 220°c í c.a. 30-40 mínutur. Ef puran er ekki orðin stökk þá, setjið þá endilega yfirhitan á ofninum á þangað til hún poppar almennilega.
Líka er gott að hafa lárviðarlauf og negulnagla til að krydda puruna með.
Góð karamella fyrir sykurbrúnaðar kartöflur
300 gr sykur
100 gr smjör
1 dl Appelsínusafi
Aðferð:
Setjið sykurinn í pott og setjið á mili hita. Hitið hann þar til hann fer að bráðna og setjið þá smjörið út í og látið bráðna með. Þegar þetta hefur brúnast og bráðnað takið þá pottinn af hellunni og setjiðdjúsinn út í og hrærið saman og setjið aftur á helluna þar til þetta hefur alveg samlagast.