Verslun

Marineraður saltfiskur með sveppasalati og linsubaunum


 
Saltfiskur
 
900 gr roð og beinhreinsaður saltfiskur ( útvatnaður)
4    stk Hvítlaukur
2  msk Sesam olía
200 ml olía
Safi úr 1/2 lime
Steinselja
Ferskt Estragon
Svartur pipar úr kvörn
 
 
Aðferð:
Maukið allt (nema saltfiskinn) og hellið yfir saltfiskinn. Látið standa í c.a. klst.
Steikið á pönnu í c.a. 3-5 mínútur á hvorri hlið.
Athugið mikilvægt er að útvatna fiskinn vel fyrir steikingar. Líklegast er að fiskur sem keyptur er í búð þurfi að vera einn sólahring í viðbót í útvötnun.
 
 
 
 Linsubaunir
 
4 bollar soðnar linsubaunir
1/2 rauðlaukur
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
Olía til steikingar
salt og pipar úr kvörn
 
Aðferð:
Linsubaunirnar eru soðnar (yfirleitt leiðbeiningar á pökkunum)
Grænmetið skorið og steikt á pönnu og linsubaunirnar settar út á og blandað saman.
Berist fram heitt.
 
 
Sveppa og hnúðkálssalat
 
 
1 box  íslenskir sveppir
1 stk    Íslenskt hnúðkál
1/4 stk Rauðlaukur
3 tsk    Sítrónu edik (ducros)
Ferskt Kóríander
Fersk Blaðsteinselja
Salt og svartur pipar úr kvörn
 
Aðferð:
Skerið hvern svepp í 6 parta og sjóðið í 5 mínútur í saltvatni, kælið og þerrið.
Skerið utan af hnúðkálinu og rífið niður í rifjárni.  Skerið rauðlaukinn fínt og saxið kryddjurtirnar.
Blandið öllu saman og setjið edikið út á og kryddið til.
 
 Mér finnst íslenska hnúðkálið oft vanmetið það er ofsalega safaríkt og gott.
 
 Gott er að sjá hvaða íslenskt grænmeti er ferskast í framleiðslu á www.islenskt.is 
 
 
 
 
 

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur