Saltfiskur
900 gr roð og beinhreinsaður saltfiskur ( útvatnaður)
4 stk Hvítlaukur
2 msk Sesam olía
200 ml olía
Safi úr 1/2 lime
Steinselja
Ferskt Estragon
Svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Maukið allt (nema saltfiskinn) og hellið yfir saltfiskinn. Látið standa í c.a. klst.
Steikið á pönnu í c.a. 3-5 mínútur á hvorri hlið.
Athugið mikilvægt er að útvatna fiskinn vel fyrir steikingar. Líklegast er að fiskur sem keyptur er í búð þurfi að vera einn sólahring í viðbót í útvötnun.
Linsubaunir
4 bollar soðnar linsubaunir
1/2 rauðlaukur
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
Olía til steikingar
salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Linsubaunirnar eru soðnar (yfirleitt leiðbeiningar á pökkunum)
Grænmetið skorið og steikt á pönnu og linsubaunirnar settar út á og blandað saman.
Berist fram heitt.
Sveppa og hnúðkálssalat
1 box íslenskir sveppir
1 stk Íslenskt hnúðkál
1/4 stk Rauðlaukur
3 tsk Sítrónu edik (ducros)
Ferskt Kóríander
Fersk Blaðsteinselja
Salt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið hvern svepp í 6 parta og sjóðið í 5 mínútur í saltvatni, kælið og þerrið.
Skerið utan af hnúðkálinu og rífið niður í rifjárni. Skerið rauðlaukinn fínt og saxið kryddjurtirnar.
Blandið öllu saman og setjið edikið út á og kryddið til.
Mér finnst íslenska hnúðkálið oft vanmetið það er ofsalega safaríkt og gott.
Gott er að sjá hvaða íslenskt grænmeti er ferskast í framleiðslu á www.islenskt.is