Verslun

Laxabitar með estragon í hrísgrjónablaði

Fyrir 4

8 stk Hrísgrjónablöð eða eftir því hvað þú vilt vera með marga bita (fæst í Hagkaup)
1 kg Laxaflök roð og beinlaus
Slatti Estragonblöð
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið laxinn þannig að það séu c.a. 2 bitar á mann. Bleytið blöðin í volgu vatni í c.a. 10-15 sekúndur og leggið síðan á viskustykki, þerrið aðeins. Best er síðan að vinna þetta á viskustykkinu.
Leggið laxa bita á þannig að hann sé nær öðrun kantinum en hinum. Rúllið einn hring og setjið síðan kantana inn á og haldið síðan áfram að rúlla þar til á endan er komið.
Endurtakið þar til bitarnir eru búnir.
Steikið síðan á hvorri hlið í c.a. 3-5 mínútur, fer eftir stærð bitanna.

Vanilluskyr sósa

1 dós KEA vaniluskyr
1 dós Sýrður rjómi
Ferskt Timian
salt og pipar

Öllu blandað saman. Ef þér finnst sósan of þykk má þynna hana með vatni.

Grænmeti:
Skerið rófur í fína strimla ásamt hvítkáli. Steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
Notið olíu við steikinguna.

Gott er að hafa kartöflur með þessu öllu saman eða hrísgrjón

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur