Verslun

Laxa confit með tómat, hvítlauk og sítrónu

Fyrir 4

Laxa Confit 

800 gr Roð og beinlaus lax

Extra Virgin ólífu olía til að þekja

Salt og pipar

Aðferð:

Setjið olíuna í djúpa pönnu eða pott og hitið en olían á ekki að fara mikið yfir 100°c. Skerið laxinn í skammta stærðir. Olían á að ná alveg í toppinn á laxinum þegar hann er kominn ofan í. Látið eldast í c.a. 10-15 mínútur, fer eftir því hvað olían er heit og bitarnir stórir. Kryddið með salti og pipar.

T.H.S sósa

1 stk Sítróna

4 stk Tómatar

8 stk Hvítlauksgeirar

4 stk Shallotlaukar

1/2 tsk Kóríander duft

350 ml Extra Virgin Ólífu olía

Salt og pipar úr kvörn

Aðferð:

Skerið börkinn utan af sítrónuni og passið að ekkert hvítt sé eftir. Skerið svo sítrónuna smátt niður og passið að engir steinar séu með.

Skerið tómatana í fernt og skerið kjötið frá og skerið síðan í ræmur. Passið að kjarninn fari ekki með. Afhýðið shallot laukinn og skerið í sneiðar. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Setjið allt í pott og setjið restina af hráefninu út í. Setjið á hellu, fáið suðuna upp og látið malla í c.a. 10 mínútur.

Sælkera sveppir

Sælkerasveppir er ný tegund af íslenskum sveppum  sem eru að koma á markað. Þeir er stórir og matmiklir og feikna góðir.

2 stk sælkerasveppir

1 stk Shallot laukur

4 greinar timían

50 gr smjör

Salt og pipar

Aðferð:

Skerið sveppina í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í sneiðar. Hitið pönnu og setjið smjörið út á, síðan sveppina, laukinn og timíanið steikið vel og kryddið til með salti og pipar.

Kartöflur:
500 gr Ágætis kartöflur
1 stk Shallot laukur
Salt og pipar
Olía til steikingar
Aðferð:
Skerið kartöflurnar í sneiðar. Hitið pönnu eða pott og setjið olíu á. Steikið kartöflurnar vel og bætið lauknum út á í lokinn og steikið í 5 mínútur í viðbót. Kryddið til með salti og pipar úr kvörn.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur