Fyrir 4
Laxa Confit
800 gr Roð og beinlaus lax
Extra Virgin ólífu olía til að þekja
Salt og pipar
Aðferð:
Setjið olíuna í djúpa pönnu eða pott og hitið en olían á ekki að fara mikið yfir 100°c. Skerið laxinn í skammta stærðir. Olían á að ná alveg í toppinn á laxinum þegar hann er kominn ofan í. Látið eldast í c.a. 10-15 mínútur, fer eftir því hvað olían er heit og bitarnir stórir. Kryddið með salti og pipar.
T.H.S sósa
1 stk Sítróna
4 stk Tómatar
8 stk Hvítlauksgeirar
4 stk Shallotlaukar
1/2 tsk Kóríander duft
350 ml Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið börkinn utan af sítrónuni og passið að ekkert hvítt sé eftir. Skerið svo sítrónuna smátt niður og passið að engir steinar séu með.
Skerið tómatana í fernt og skerið kjötið frá og skerið síðan í ræmur. Passið að kjarninn fari ekki með. Afhýðið shallot laukinn og skerið í sneiðar. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Setjið allt í pott og setjið restina af hráefninu út í. Setjið á hellu, fáið suðuna upp og látið malla í c.a. 10 mínútur.
Sælkera sveppir
Sælkerasveppir er ný tegund af íslenskum sveppum sem eru að koma á markað. Þeir er stórir og matmiklir og feikna góðir.
2 stk sælkerasveppir
1 stk Shallot laukur
4 greinar timían
50 gr smjör
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið sveppina í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í sneiðar. Hitið pönnu og setjið smjörið út á, síðan sveppina, laukinn og timíanið steikið vel og kryddið til með salti og pipar.