Fyrir 4
Sítrónusósa
1 dós Sýrður rjómi 10%
1 dós Hreint jógúrt
1 stk. Sítróna
Pipar og salt
Aðferð:
Hrærið saman sýrða rjómanum og jógúrtinu. Rífið börkinn af 1/3 sítrónunnar og setjið útí blönduna. Kreistið safa úr 1/2 sítrónu útí. Kryddið til með salti og pipar.
Sultað grænmeti
2 stk. Rauðar paprikur
2 stk. Rauðlaukur
2 dl. Sykur
1 dl. Hindberja edik frá Ridderheims
Aðferð
Skerið niður paprikuna og rauðlaukinn og setjið í pott. Setjið sykurinn og edikið útí og sjóðið í c.a. 20 mínútur.
1 kg Roð og beinlaus lax
24 stk. Sneiðar af parmaskinku.
steinselja, svartur pipar.
Aðferð
Skerið laxaflakið þvert yfir og fáið þannig langan bita. Setjið plastfilmu á borðið.
Leggið tvær sneiðar af parmaskinku ofan á plastið hlið við hlið. Setjið smá steinselju á Parmaskinkuna og síðan laxabitan á og notið plastið til að rúlla upp og kreistið létt til að halda skinkunni betur á.
Steikið á lokaðri pönnu í c.a. 8 mínútur.
Kryddið með nýmuldum pipar
Einnig má setja laxinn í ofn í c.a. 10 mínútur við 200°c
Gott að hafa soðnar kartöflur með þessum rétti
.