Verslun

Lax með framandi blöndu og Cous-cousi


Fyrir 4

1 kg lax roð og beinlaus

Skerið laxinn niður í hæfilega bita og steikið á pönnu í c.a 3-5 mínútur á hvorri hlið.

Grænmetis og ávaxtablanda

1 stk Rautt epli
1 stk Rauðlaukur
4 stk Peppadew chili (fæstí Osta- og Sælkera búðinni í Hagkaupum Kringlunni)
2 stk Hvítlauksrif
2 stk Tómatar
10 stk Myntulauf
smá graslaukur
Wasabi smá klípa eins og maður setur af tannkremi á tannbursta
Olía
Salt og ppar

Aðferð:
Kjarnið eplið og skerið í bita, hafið hýðið á. Skerið laukinn hæfilega smátt. Skerið Peppadew-ið smátt. Grófskerið myntuna. Skerið restina af grænmetinu niður.
Hitið pönnu og setji olíu á. Byrjið á því að setja laukinn út á og setjið síðan allt út í nema tómatana. Eldið í c.a. 5-7 mínútur o bætið þá tómötunum út í. Saltið og piprið.


Gott er að hafa cous-cous með