Verslun

Lax í sesam fræum með mangó og ananas salsa

Fyrir 4

Lax 1kg Roð og beinlaus lax
Sesam fræ til að velta upp úr
Hveiti til að velta upp úr
Olía til steikingar
Salt og svartur pipar
12 stk mini aspas

Aðferð:
Skerið laxinn í c.a. 4 c.m. breiða bita. Veltið þeim upp úr sesam fræunum og síðan upp úr hveitinu. Hitið pönnu setjið á hana olíu. Best er að nota teflon húðaða Alpan pönnu þá er þörf fyrir minni olíu og er þá hollara fyrir vikið. Steikið þar til gullinbrúnt eða í c.a. 3-4 mínútur á hvorri hlið. Skerið neðan af spasinum og setjið út á pönnuna rétt áður en laxinn er tilbúinn. Saltið og piprið

Mangó og ananas Salsa

1/2 stk Mangó
1/2 stk Ananas
1/4 stk Rauðlaukur
2 msk Þurrkaðir bananar
1 tsk Kóriander duft
1 stk Lime
1/2 dl Sesam olía
1/4 stk Rauð paprika
2 dl Mild & light ólífu olía frá Filippo Berio
Salt og svartur pipar

Aðferð:
Skerið ávextina og grænmetið í smáa teninga og setjið í skál. Skerið smá hýði af lime-inu til að nota síðar. Skerið lime-ið í tvennt og kreistið út í skálina. Bætið báðum olíunum út í. Smakkið til með salti og pipar.

Gott að hafa Tilda Basmati hrísgrjón með þessum rétti.