Verslun

Lax í ólífuolíu og hvítlauk með sumarsalati

Fyrir 4
Lax
1kg laxaflak
Ólífuolía til steikingar og vel af henni
4 stk hvítlauksrif
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið laxinn í hæfilega stóra bita.
Setjið ólífuolíuna á pönnu og hafið c.a. 1 cm hátt á pönnuni. Setjið hvítlauksrifin út í og svo laxinn.
Steikið í c.a.3-5 mínútur á hvorri hlið.
Kartöflur
450 gr Nýjar íslenskar kartöflur
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kartöflurnar í tvennt eða fernt.
Setjið ólífuolíuna, saltið og piparinn yfir og blandið vel. Bakið í ofni við c.a. 200 gr í c.a. 30 mínútur.
 Blandað salat
Blandað salat úr poka (þína eftirlætis tegund)
15 stk Myntulauf
Steinselja
Kerfill
Graslaukur
Rauðlaukur
Kirsuberja tómatar
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Blandið saman
Hvítkálssumarsalat
1/2 haus af nýju íslensku sumarhvítkáli
1 msk     Kúrenur
1 msk     Valhnetur
1/2         Mangó
1            Lime
Kóríander
Salt
pipar
Aðferð:
Saxið hvítkálið fínt. Myljið valhneturnar. Afhýðið mangóið og skerið í strimla. Takið safann úr limeinu. Blandið öllu saman og kryddið til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur