Verslun

Lax í chili, engifer og hvítlauk með cous-cous og fennel


Fyrir 4


Laxa marinering.

1 þumall Engifer
1 búnt Kóriander lauf
1/4 Rauður chili
1 stk Stórt hvítlauksrif eða 3 lítil
4 dl Extra virgin ólífu olía.

Aðferð:
Raspið engiferið, skerið chili-ið og hvítlaukinn og setjið í skál og bætið olíuna út í.
Ekki setja salt í marineringuna því það dregur vökva úr fiskinum.

1 kg Roð og beinlaus lax

Látið laxinn liggja í c.a. klst. í leginum.

Steikið annað hvort á grill pönnu eða sléttri og setjið þá salt á laxinn.
Gott er líka að grilla laxinn á útigrilli.


Fennel í appelsínu

3 stk Fennel
1 stk appelsína
Salt

Aðferð:

Takið kjarnan úr fennelinu og skeið niður. Setjið í pott og kreistið appelsínuna út í og sjóðið. Gott er að sjóða fennelið ekki of mikið soðið þannig að það sé stökkt undir tönn.
Kryddið með salti.



Cous-Cous

2 bollar cous-cous
2 bollar vatn
1/2 dl Extra virgin ólífu olía (filippo berio)
Salt
1/4 stk Rauð paprika

Aðferð:
Setjið vatn í pott og fáið suðuna upp. Setjið cous-cous-ið út og kryddið með salti.
Látið vera á hitanum í c.a. 3-5 mínútur og takið svo af og hafið lok á. Látið standa í c.a. 10 mínútur. Takið lokið af og setjið olíuna út í. Skerið paprikuna í teninga og bærið út í.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur