Verslun

Lax á austurlenskan máta með grænmeti

Fyrir 4
1 kg laxaflök snyrt og beinhreinsuð
Marinering
1 stk       Svart te (poki)
180 ml    Vatn
1 þumall Galangal (má nota engiferrót í staðinn)
3 msk     Soya sósa
1 tsk       Szechuan pipar
1 msk      Hunang
Aðferð:
Skerið  laxinn í 150-200 g bita. Hitið vatnið að suðu. Setjið tepokan í skál og hellið vatninu yfir. Hreinsið Galangal-ið og rífið fínt niður í rifjárni. Myljið piparinn fínt. Bætið núna öllu út í teblönduna og takið tepokan upp úr. Raðið laxabitunum í skál og hellið blöndunni yfir og látið liggja allt að 4 klst en má líka vera mun skemur. Passið að blandan sé kólnuð þegar marineringin fer á laxinn. Fer eftir því hvað þú villt fá sterkt bragð í laxinn.
Olía til steikingar
Maizena mjöl
vatn
Setjið olíu á pönnu og hitið. Takið laxinn upp úr vökvanum og þerrið. Steikið á hvorri hlið í c.a. 2 mínútur. Takið laxinn af pönnunni. Hellið marineringunni á pönnuna og fáið upp suðu. Blandið saman vatni og maizena mjöli og setjið út á pönnuna þegar suðan hefur komið upp. Farið mjög varlega með Maizena blönduna.
1 lúka    Sykurbaunir
6 stk      Kastaníu sveppir
1 stk      Rauðlaukur
1/2 stk   Græn paprika
1/2 stk   Gul Paprika
5 cm      Blaðlauks bútur
2 stk      Gulrætur
olía til steikingar
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Snyrtið og skerið grænmetið til og steikið á miklum hita. Kryddið til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur