Verslun

Lax á austurlenskan máta með grænmeti

Fyrir 4
1 kg laxaflök snyrt og beinhreinsuð
Marinering
1 stk       Svart te (poki)
180 ml    Vatn
1 þumall Galangal (má nota engiferrót í staðinn)
3 msk     Soya sósa
1 tsk       Szechuan pipar
1 msk      Hunang
Aðferð:
Skerið  laxinn í 150-200 g bita. Hitið vatnið að suðu. Setjið tepokan í skál og hellið vatninu yfir. Hreinsið Galangal-ið og rífið fínt niður í rifjárni. Myljið piparinn fínt. Bætið núna öllu út í teblönduna og takið tepokan upp úr. Raðið laxabitunum í skál og hellið blöndunni yfir og látið liggja allt að 4 klst en má líka vera mun skemur. Passið að blandan sé kólnuð þegar marineringin fer á laxinn. Fer eftir því hvað þú villt fá sterkt bragð í laxinn.
Olía til steikingar
Maizena mjöl
vatn
Setjið olíu á pönnu og hitið. Takið laxinn upp úr vökvanum og þerrið. Steikið á hvorri hlið í c.a. 2 mínútur. Takið laxinn af pönnunni. Hellið marineringunni á pönnuna og fáið upp suðu. Blandið saman vatni og maizena mjöli og setjið út á pönnuna þegar suðan hefur komið upp. Farið mjög varlega með Maizena blönduna.
1 lúka    Sykurbaunir
6 stk      Kastaníu sveppir
1 stk      Rauðlaukur
1/2 stk   Græn paprika
1/2 stk   Gul Paprika
5 cm      Blaðlauks bútur
2 stk      Gulrætur
olía til steikingar
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Snyrtið og skerið grænmetið til og steikið á miklum hita. Kryddið til með salti og pipar.