Forréttur fyrir 4
300 gr Kengúru fillet
1 stk Steinseljurót
1 búnt Kóríander blöð
2 stk Fíkjur
Parmesan
Steikið kengúru fille-ið á pönnu í c.a. 3 mínútur. Þetta er eingöngu til þess að loka kjötinu. Það er nóg bara að láta það stoppa aðeins á hverri hlið.
Skrælið steinselju rótina og rífið í rifjárni og setjið í skál. Skerið kóríanderblöðin niður og setjið út í skálina. Setjið eina matskeið af dressingu út í blönduna og blandið vel saman
Dressing:
2 msk Ostru sósa
1 tsk Hindberja edik
1 msk Vatn
1 dl Extra virgin ólífu olía
1 tsk Engifer ferskt rifið
1/6 tsk Wasabi
1/6 tsk Kóriander duft
Mulinn svartur pipar
Aðferð:
Blandið öllu saman og hrærið vel.
Setjið þunnt lag af dressingu á diskinn og saltið líka með sjávarsalti úr kvörn eða sjávarsalt flögum. Skerið þunnar sneiðar af kjötinu og setjið á diskinn. Takið síðan steinseljurótarblönduna og dreifið yfir og þunnar parmesan flögur. Að lokum eru fíkjurnar skornar í þunnar sneiðar og dreift yfir.
Þetta er sérstaklega góður forréttur