Fyrir 4
1 kg Karfi
Raspur
500 gr brauðraspur frá Kötlu ekki þessi rauði og guli.
75 gr Möndlur
2 greinar estragon
1 búnt kerfill
50 gr smjör
Olía til steikingar
Aðferð:
Öllu blandað saman
Hveitiblanda:
Hveiti og vatn hrært saman
Aðferð:
Karfinn settur í hveitiblönduna og síðan í rasp blönduna.
Hitið pönnu og setjið olíu og smá smjör klípu og steikið karfann í c.a. 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er gullin brúnn.
Steikt grænmeti:
1/3 Rauð paprika
1/3 Græn paprika
1/2 Rauðlaukur
100 gr Hvítkál
Olía til steikingar
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið grænmetið í strimla og steikið en alls ekki og mikið.
Sósa:
1 dós Vanilluskyr
1 dós 10% sýrður rjómi
graslaukur
Salt
Aðgerð:
Sýrða rjómanum og vanilluskyrinu blandað saman.
Smá graslaukur skorinn niður og kryddað til með salti.