Verslun

Kalkúnn með alles

 Afþíðing kalkúns
Heill kalkúnn

Viðmiðunartölur:

4-6 kg 1-2 dagar
6-8 kg 2-3 dagar
8-10 kg 3-4 dagar
10-12 kg 4-5 dagar

Kalkúnn ca 5 kg.

3 tsk. salt.
1 tsk. svartur grófur pipar
2 tsk. paprikuduft
1 dl. hunang
300 gr smjör

Öllu blandað saman í matvinnsluvél eða hrært saman.

Kalkúnninn er smurður vel að utan með þessari blöndu og settur í 130°C heitann ofninn og bakaður í 45 mínútur á hvert kg. Gott er að smyrja kalkúninn með smjörblöndunni á 30 mínútna fresti.

Þegar kalkún er eldaður er hann í ofninum í u.þb. 45 mín á hvert kíló gott er að hafa hita mæli þegar hann sýnir 72°C í kjarnhita þá er kalkúnnin tilbúinn.

Eldhúsráð
Til eru nokkrar matreiðslu aðferðir á kalkún og er sú þekktasta kanski sú þegar tekið er blautt stykki það lagt yfir kalkúninn og tekið af í lokin þá er kalkúnninn kryddaður vel, ofninn stiltur í 220°C og kalkúnninn látin fá fallega gyllta húð síðustu 20 mínúturnar.
Önnur aðferð sem er vinsæl vestanhafs þá er tekið hnetusmjör og smjör blandað saman til helminga það er síðan tekið og sett undir skinnið á bringunni þannig að það lekur yfir kalkúninn á meðan hann er að bakast sem verður til þess að kalkúnninn þornar síður.
Fyllingar eru til margskonnar bæði hægt að kaupa tilbúnar og gera, ávaxta,kjöt og brauð fyllingar.

Ávextafylling með Kalkún.

Innihald;
½ stk. Fransbrauð.
2 stk. Epli.
3 bollar Sellery
2 stk. Laukar.
300 gr. Beikon
1 dós Niðursoðnar ferskjur.
250 gr. Gráðaostur
2 dl. Mjólk.
salt og pipar.
Ólífuolia.

Skerið brauðið í teninga ásamt eplunum, sellerýinu, beikoninu, lauknum og ferskjunum. Hitið pott setjið vel af ólífuolíu útí, þegar olían er orðin heit er beikoninu, lauknum og sellerýinu fyrst blandað útí síðan eplunum og ferskjunum. Því næst er mjólkinni hellt útí ásamt brauðinu og ostinum og kryddað til með salti og pipar. Þessa fyllingu má gera dagin áður.

Mæli einnig með tilbúinni frosinni fyllingu sem fæst í Hagkaup undir okkar lógói.

Eplasalat
4 stk     Epli
1 dós   Sýrður rjómi 36% 200gr
400 ml  Rjómi
3 msk   Sykur
1/2 dl    Grand Marnier
Aðferð:
Stífþeytið rjóman. Setjið sýrða rjóman í skál og blandið rjómanum út í. Setjið næst sykurinn og Grandið út í og blandið vel. Afhýðið og kjarnið og skerið eplin í bita og setjið út í blönduna.
Sætar kartöflur:
Fyrir 4

1 kg. Skrældar sætar kartöflur
1 dl. Rjómi
100 gr. Smjör
Salt og pipar

Kartöflurnar soðnar í vatni þar til þær eru soðnar í gegn. Rjómanum og smjörinu blandað saman við og hrært með sleif og smakkað til með salti og pipar.

Sósa

2 dósir kjúklingakraftur frá Úrvals

2 dósir Nautakraftur frá Úrvals

1 stk    rauðlaukur

6 stk    Sveppir

2 dl     Rauðvín

1 msk hveiti

1 gr    Smjör

Salt og pipar

Aðferð:

Afhýðið og saxið laukinn. Skerið sveppina niður. Hitið pott og bræðið smjörið og setjið grænmetið út í. Svitið vel og bætið þá hveitinu út í og eldið í c.a. 2 mínútur í viðbót. Hellið þá rauðvíninu út í og sjóðið niður um helming, bætið þá soðinu út í og sjóðið niður. Kryddið til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur