Bakaðir hnúðkálsbitar (4 pers)
400 gr hnúðkál flysjað og skorið í strimla ca 1×1 cm
100 gr brætt smjör
2 stk hvítlauksgeiri saxaður fínt
1 bolli brauðraspur
salt og pipar
1 mtsk söxuð steinselja
( má setja t,d parmesanost eða kókosmjöl úti raspin)
Hellið bræddu smjörinu yfir hnúðkálsbitana, síðan fer restin saman við og öllu velt saman og sett á ofnskúffu með bökunarpappír og bakað við 180 gráður í ca 10 mín. Borið fram með fisk eða kjöti, einnig gott eitt og sér.
Hnúðkáls fingur með hvítlauks dippi
Hnúðkálið flysjað og skorið í strimla eftir eigin ósk
Hvítlauks dipp ( 4 pers)
2 stk hvítlauksgeirar saxaðir
1 msk söxuð steinselja
salt og svartur pipar
1 dl sýrður rjómi
1 dl létt majónes
2-3 dropar Tabasco sósa
Öllu blandað saman, tilvalið að nota töfrasprotann núna. Tekur 5 sekúndur