Hvítvínssoðin ýsa með hýðishrísgrjónum
Fyrir 4
1 kg. Ýsa roð og beinlaus
2 dl. Hvítvín
Salt og pipar
Aðferð:Sett í eldfast mót og bakað í 12 mínútur.
Híðishrísgrjón:
250 gr. Híðishrísgrjón
500 ml Vatn
1 búnt Basil
1 búnt Spínat
Salt og pipar
Aðferð:
Hrísgrjónin soðin í vatninu, saltið í vatnið.
Takið stilkana af spínatinu, steikið spínatið og basilið á pönnu bætið hrísgrjónunum út á og kryddið eftir smekk með salti og pipar
Kjúklingabringur með salsa og Ruccola salati
800 gr. Kjúklingabringur
200 gr. Mariachi salsa dip
250 gr. ruccola salat
1 dós Feta í kryddolíu
Aðferð:
Kjúklingabringurnar er steiktar á pönnu og smurðar með salsa og bakaðar í ofni í 12 mínútur. Feta ostinum er blandað saman við salatið og borið fram með kjúklingnum.
Fersk ber, kiví og bananar með prótein súkkulaði
400 gr. Ber Jarðaber, bláber, brómber og hindiber
1 stk. Kíví
1 stk. Banani
1 stk. Easy Boý Protein bar súkkulaði
Aðferð:
Takið hýðið utan af bananum og skerið í bita.
Skerið hýðið utan af kívíinu og skerið í bita.
Skerið jarðaberin í tvennt.
Skerið prótein barinn í bita.
Blandið öllu saman í skál.