Verslun

Danskir dagar í hagkaupum

Innihald;

Reyktur lax með volgri eggjahræru ;

Innihald;
1 sneið ristað brauð, kannt skorið.
2 góðar sneiðar reyktur lax.
60 gr. eggjahræra.
1. bátur lime.
Dill.

Rauðspretta með remolaði,laxi og rækjum;

Innihald;
1 stk maltbrauð
1.flak rauðspretta roð og beinhreinsuð steikt upp úr raspi.
1 msk. Remulaði
1 grænn aspas
1 lítil sneið reyktur lax
1 tsk. svartur kavíar
4. rækjur
sítrónubátur og steinselja.

Rifjasteik með agúrkusalati, rauðkáli og kjöthlaupi.

Innihald;

Maltbrauð.
2 sneiðar af rifjasteik.
2 msk. skeiðar agúrkussalat.
1 msk. Rauðkál.
2 strimlar kjöthlaup.
1 grein timian.

Lifrakæfa, krispí bacon, sveppa fylling og sólberja sulta.

Innihald;

1, stk. malt brauð.
2, Sneiðar af fínni lifrakæfu.
4, sneiðar af stökku beikoni.
2, msk. af sveppafyllingu.
1 msk. Sólberjasulta.
Steinselja og sólber,rifsber

Bacon, camembert, tómatar og rifsberjasulta.

Innihald;

1 stk. Maltbrauð með smjöri.
6 sneiðar stökt beikon.
2 sneiðar camembert.
3 sneiðar tómatar.
1 msk. Rifsberjasulta.
Rósmarin og rifsber.

Karrýsíld, egg , tómatar og spínat.

Innihald;

1 hringlót sneið af ristuð franskbrauði.
3 msk karrý síld.
3 bátar tómatar
4 bátar harðsoðið egg.
1 lítil sneið af reyktum laxi.
1 tsk. Smjörsteikt spínat.
1 tsk. Svartur kavíar.

Djúpsteiktur camembert og berjasulta.

Innihald;

1 ristað brauð skorið í hring.
½ camembert.
2, msk. Rifsberja sulta.
Rifsber og mynta.

Uppskriftir:

Gúrku salat.
Innihald;
1 stk agúrka fín sneid.
2 msk gróft salt.
1 l lager edik.
½ l. vatn
½ kg. Sykur.
1 tsk. Svartur pipar.

Setjið gúrkusneiðarnar í skál og stráið saltinu yfir og látið standa í ca. 30 mín.
Á meðan er edikið, vatnið, sykurinn og piparin sett í pott og suðan látin koma upp og látið malla í ca. 15 mín. Undir loki. Síðan er lögurinn kældur. Saltið er skolað af gúrkunum og þær þerraðar síðan eru þær settar í löginn og látnar standa þar í 30 mín.

Sveppa mauk;

Innihald;
500 gr. Sveppir fín saxaðir.
50 gr. Smjör.
2 msk. port vín.
½ liter rjómi.
1 tsk. maizenamjöl.
Salt og pipar.

Sveppirnir eru steiktir up úr brúnuðu smjörinu. Því næst er port víninu bæt saman við og síðan rjómanum. Kryddað til með salti og pipar. Þykt með maizena mjöli sem búið er að blanda saman við vatn.

Remolaði.

Innihald; (krydd mayones)
2 eggjarauður
1 tsk. Salt.
1 msk. Edik
½ l. matarolía.
1 tsk. Hp sósa.
1 tsk. sterkt dijon sinnep.
1 tsk. Sítrónusafi.
2 msk. Sítrónusafi.

500. gr pickles (til að gera remolaði)

Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman ásamt saltinu uns blandan er orðin þykk og hvítuð. Þá er edikinu blandað saman við, síðan er olíunni blandað varlega saman við. Þegar þessi blöndun er orðin þykk og með áferð eins og mayones er restinni af innihaldinu blandað varlega saman við Pickles kemur í lokin til að gera remolaði úr krydd mayonesinu.

Karrý síldar salat.

Innihald;
200 gr. Krydd mayones.
1 msk. Karrí.
2 msk. Fín söxuð paprika.
200 gr maríneruð síld.
50 gr. Soðnar kartölur.

Karríið og parikurnar eru hrærðar verlega saman við krydd mayonesið, síðan er síldarsneiðunum og kartöfluteningum blandað saman við.

Djúpsteiktur camembert.

Innihald;
½ camembert
1 egg
2 msk hveiti.
50 gr brauðrasp.

Osturinn er skorin í tvo báta velt fyrst upp úr hveit síðan eggjunum og raspinum í lokin síðan aftur í eggin og raspinn. Osturinn er djúpsteiktur í olíu í ca 1-2 mín.

Kjöthlaup.

Innihald;
½ líter vatn.
1 tsk. Nautakraftur.
12 matarlímsblöð.
2 msk portvín.
1 tsk sósulitur.

Matarlímið er fyrst mýkt upp í köldu vatni því næst er því blandað saman við vatnið og kjötkraftin og suðan látin koma upp. Þá er það tekið af hitanum og portvíninu og sósulitnum blandað saman við.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur