Verslun

Amerískir dagar hjá Hagkaupum

Brunch

Brunch tékklisti:
(ekki nauðsynlegt að hafa allt saman þetta er einungis viðmiðun)

Steikt beikon
Steiktar kokteilpylsur
Bakaðar baunir
Steiktar kartöflur
Muffins
Maple síróp
Smjör
Brauð
Ávextir
Ávaxta safi
Spæld egg
Eggjahræra
Amerískar pönnsur
Sætabrauð/bakkelsi
Álegg s.s. skinka, ostur, salami o.fl.

Uppskriftir

Amerískar pönnukökur

200 gr. Hveiti
3 tsk Lyftiduft
½ tsk. Salt
50 gr. Sykur
1 stk. Egg
70 gr. Brætt smjör
Vanilludropar
250 ml. Mjólk

Blandið fyrst öllum þurrefnunum saman, bræðið smjerið, hrærið síðan eggjunum, mjólkinni,vaniludropunum og smjörinu saman og blandið því saman við þurrefnin.
Athugið að hræra ekki of mikið því þá geta þær orðið seigar.
Pannan er hituð, smá smjöri skellt á pönnuna og steiktar eru pönnukökur sem eru ca 8-10
cm í þvermál.

Ommeletta með baconi og rauðlauk

8 Egg.
1 dl. Mjólk.
200 gr. Beikon.
2 stk Rauðlaukur.
Salt og pipar.
Olia.

Beikonið skorið í smáa bita og rauðlaukurinn gróf saxaður, steikt á pönnu þar til farið að brúnast. Eggjunum og mjólkinni er hrært saman og kryddað til með salti og pipar, pannan er hituð, (best að nota pönnu sem hefur ekki mikkla viðloðun eins og t.d. teflonpönnu) smá olía sett á pönnuna eggjunum helt úti lauknum og baconinu blandað saman við steikt við lágan hita í ca. 2 mín þá snúið við eða sett inn í ofn á grill.

Hrærð egg með reyktum laxi

8 stk Egg.
2 dl. Mjólk.
150 gr. Reyktur lax.
Salt og pipar.
Olia.

Skerið laxinn í ræmur, blandið mjólkinni og eggjunum saman .Hitið pönnu setjið smá oliu á hellið eggja blönduni út á pönnuna og hrærið reglulega með sleif, þegar eggin eru farin að eldast er laxinum blandað saman við kryddað með salti og pipar.

Steiktar kartöflur:

400 gr. Forsoðnar kartöflur
Filippo Berio Extravirgin ólífu olía
Salt og svartur pipar

Kartöflurnar steiktar í olíunni og kryddaðar með salti og pipar.

Afþíðing kalkúns
Heill kalkúnn

Viðmiðunartölur:
4-6 kg 1-2 dagar
6-8 kg 2-3 dagar
8-10 kg 3-4 dagar
10-12 kg 4-5 dagar

Kalkúnn ca 5 kg.

3 tsk. salt.
1 tsk. svartur grófur pipar
2 tsk. paprikuduft
1 dl. hunang
300 gr smjör

Öllu blandað saman í matvinnsluvél eða hrært saman.

Kalkúnninn er smurður vel að utan með þessari blöndu og settur í 130°C heitann ofninn og bakaður í 45 mínútur á hvert kg. Gott er að smyrja kalkúninn með smjörblöndunni á 30 mínútna fresti.

Þegar kalkún er eldaður er hann í ofninum í u.þb. 45 mín á hvert kíló gott er að hafa hita mæli þegar hann sýnir 72°C í kjarnhita þá er kalkúnnin tilbúinn.

Eldhúsráð
Til eru nokkrar matreiðslu aðferðir á kalkún og er sú þekktasta kannski sú þegar tekið er blautt stykki það lagt yfir kalkúninn og tekið af í lokin þá er kalkúnninn kryddaður vel, ofninn stiltur í 220°C og kalkúnninn látin fá fallega gyllta húð síðustu 20 mínúturnar.
Önnur aðferð sem er vinsæl vestanhafs þá er tekið hnetusmjör og smjör blandað saman til helminga það er síðan tekið og sett undir skinnið á bringunni þannig að það lekur yfir kalkúninn á meðan hann er að bakast sem verður til þess að kalkúnninn þornar síður.
Fyllingar eru til margskonnar bæði hægt að kaupa tilbúnar og gera, ávaxta,kjöt og brauð fyllingar.

Ávextafylling með Kalkún.

Innihald;
½ stk. Fransbrauð.
2 stk. Epli.
3 bollar Sellery
2 stk. Laukar.
300 gr. Beikon
1 dós Niðursoðnar ferskjur.
250 gr. Gráðaostur
2 dl. Mjólk.
salt og pipar.
Ólífuolia.

Skerið brauðið í teninga ásamt eplunum, sellerýinu, beikoninu, lauknum og ferskjunum. Hitið pott setjið vel af ólífuolíu útí, þegar olían er orðin heit er beikoninu, lauknum og sellerýinu fyrst blandað útí síðan eplunum og ferskjunum. Því næst er mjólkinni hellt útí ásamt brauðinu og ostinum og kryddað til með salti og pipar. Þessa fyllingu má gera dagin áður.

Amersíkt Waldorf salat

4 stk. Græn epli.
2 tsk. Sítrónudjús.
1 1/2 Bolli græn vínber skorinn í tvennt og steinninn tekinn úr.
2 bollar Sellerý skorið í fína bita.
1/3 bolli Rúsínur.
½ bolli Sýrður rjómi.
½ bolli þeyttur rjómi.
2 tsk. Valhnetur gróf saxaðar.

Blandið sítrónusafanum saman við eplin, setjið vínberin, sellerýið og rúsínurnar út í. Blandið sýrða rjómanum og þeytta rjómanum saman (gott er að setja 2 tsk. af sykri saman við rjómann áður en hann er þeyttur) blandið varlega saman við gumsið, setjið valhneturnar saman við í lokin

Sætar kartöflur:
Fyrir 4

1 kg. Skrældar sætar kartöflur
1 dl. Rjómi
100 gr. Smjör
Salt og pipar

Kartöflurnar soðnar í vatni þar til þær eru soðnar í gegn. Rjómanum og smjörinu blandað saman við og hrært með sleif og smakkað til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur